fös 12. nóvember 2021 11:55
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson er genginn í raðir Stjörnunnar og yfirgefur þar með KR en hann hafði spilað í Vesturbænum frá árinu 2007.

Óskar er 37 ára. Hann var með samningstilboð frá KR en Fótbolti.net greindi frá því í vikunni að hann væri með mun bitastæðara tilboð í höndunum frá Stjörnunni. Samningur Óskars er til tveggja ára.

Tilkynning Stjörnunnar:

Velkominn Óskar!

Óskar Örn Hauksson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna

Það er frábært að fá alla þá reynslu, metnað og sigurvilja sem fylgir Óskari en við teljum að hann muni smellpassa inní hópinn okkar og geta miðlað af sinni reynslu til okkar ungu leikmanna ásamt því að koma inn með mikil gæði!

“Það er frábært fyrir mig að stíga aðeins útfyrir þægindarammann og taka þátt í mjög spennandi hlutum sem eru framundan í Garðabænum eftir langan og skemmtilegan tíma í Vesturbænum. Stjörnuliðið er skemmtileg blanda ungra og reyndra leikmanna og ég hlakka til að miðla af reynslunni til þessara ótrúlega spennandi ungu leikmanna ásamt því að gera mitt til að liðið ná að keppa um þá titla sem eru í boði “, segir Óskar Örn Hauksson

Velkominn Óskar Örn!

Skíni Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner