Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. nóvember 2022 09:30
Aksentije Milisic
Birgir Baldvinsson aftur í KA (Staðfest)
Í leik með Leikni.
Í leik með Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson

Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar liðið en hann hefur spilað með Leikni R síðustu þrjú sumur.


Birgir, sem er fæddur árið 2001, stóð sig mjög vel hjá Leikni í sumar sem féll úr deildinni. Hann var enn á samningi hjá KA en hann rifti honum á dögunum.

Sigurður Höskuldsson þjálfaði hann hjá Leikni en hann er nú orðinn aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar hjá Val og sagði Kristján Óli Sigurðsson frá því á dögunum að Birgir myndi fara í Val.

Það gerðist hins vegar ekki og hefur Birgir skrifað undir nýjan samning við KA en kappinn spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik hjá KA árið 2018.

Nokkur félög úr Bestu deildinni höfðu áhuga á Birgi en nú er orðið ljóst að hann mun snúa aftur norður.


Athugasemdir
banner