Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 22:49
Elvar Geir Magnússon
Albert gagnrýndur - „Einstaklingarnir eru ekki vandamálið“
Fiorentina tapaði fyrir Monza í kvöld.
Fiorentina tapaði fyrir Monza í kvöld.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson hefur ekki náð sér á strik með Fiorentina og var tekinn af velli í hálfleik í 2-1 tapi gegn botnliði Monza í kvöld. Albert fær talsverða gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum. Raffaele Palladino þjálfari Fiorentina var spurður út í Albert eftir leikinn.

„Guðmundsson? Einstaklingarnir eru ekki vandamálið, við erum ekki að virka sem lið. Við þurfum að bæta smáatriði sem gera gæfumuninn," sagði Palladino en Fiorentina hefur gengið illa í undanförnum leikjum og aðeins náð í eitt stig úr fimm síðustu deildarleikjum.

„Við þurfum að horfa fram veginn án þess að leita að afsökunum, við þurfum að leggja á okkur meiri vinnu. Ég sjálfur þarf að koma með lausnir og við þurfum að koma okkur úr þessari lægð. Ég mun gera allt til að við náum sama skriði og þegar við unnum átta leiki í röð."

Albert hefur ekki skorað síðan 6. október en meiðslavandræði hafa verið að trufla hann á hans fyrsta tímabili með Fiorentina.


Athugasemdir
banner
banner
banner