Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho í Liverpool kæmi James Pearce mjög á óvart
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
James Pearce, mikill sérfræðingur um Liverpool, segir að það myndi koma sér mjög á óvart ef félagið myndi kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund næsta sumar.

Sky í Þýskalandi fullyrti það í gær að Sancho muni yfirgefa þýska félagið Borussia Dortmund í sumar og leita á önnur mið.

Sancho verður tvítugur í næsta mánuði en hann var í unglingastarfi Manchester City áður en hann hélt til Dortmund.

Hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi en hann hefur leikið frábærlega í Bundesligunni, verið duglegur við að skora og legga upp.

Sancho hefur verið orðaður við Manchester United og þá voru Liverpool, Chelsea, Real Madrid og Barcelona einnig nefnd í slúðri dagsins.

Pearce, sem skrifar um Liverpool fyrir The Athletic, býst ekki við því að Liverpool verji 100 milljónum punda í Sancho.

„Ég sé bara ekki Liverpool borga 100 milljónir eða meira fyrir hann. (Timo) Werner er ódýrari og líklegri kostur," skrifaði Pearce á Twitter í dag, en Timo Werner er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner