
Aron Birkir Stefánsson fer í myndatöku í komandi viku vegna meiðsla á hné. Fótbolti.net fékk ábendingu í gærkvöldi að Aron væri mögulega frá út leiktíðina vegna hnémeiðsla.
Aron er 22 ára markvörður sem hefur varið mörk Þórsara undanfarin ár. Hann lék ekki með Þór í dag í Lengjubikarnum þegar liðið laut í hægra haldi gegn Fram. Auðunn Ingi Valtýsson stóð á milli stanga Þórsara í stað Arons.
Aron er 22 ára markvörður sem hefur varið mörk Þórsara undanfarin ár. Hann lék ekki með Þór í dag í Lengjubikarnum þegar liðið laut í hægra haldi gegn Fram. Auðunn Ingi Valtýsson stóð á milli stanga Þórsara í stað Arons.
Í samtali við Fótbolta.net átti Aron ekki von á því að hann væri frá út leiktíðina en myndataka er framundan í næstu viku.
Í ábendingunni sem barst Fótbolta.net var minnst á að Vladan Djogatovic gæti fyllt skarð Arons hjá Þór ef hann gæti ekki varið mark liðsins í sumar. Vladan er á mála hjá Grindavík en Grindvíkingar fengu Aron Dag Birnuson í vetur til að verja mark sitt.
Þetta var einnig til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag, hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Athugasemdir