Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   lau 13. febrúar 2021 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og Tottenham: Aguero í hóp
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30 þegar Manchester City tekur á móti Tottenham.

Man City hefur verið óstöðvandi að undanförnu og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Á meðan hefur ekki gengið jafnvel hjá Tottenham. Liðið tapaði í miðri viku fyrir Everton, 5-4, í rosalegum leik í enska bikarnum.

Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn.

Sergio Aguero er kominn aftur á varamannabekkinn hjá Man City eftir að hafa misst af síðustu 11 leikjum. Hann var meðal annars með kórónuveiruna. Frá sigurleiknum gegn Liverpool um síðustu helgi gerir City tvær breytingar. Aymeric Laporte kemur inn í vörnina fyrir Ruben Dias, sem er tæpur, og Gabriel Jesus kemur inn fyrir Riyad Mahrez.

Hjá Tottenham er Gareth Bale áfram á bekknum. Jose Mourinho gerir þrjár breytingar frá bikartapinu gegn Everton. Harry Kane, Eric Dier og Japhet Tanganga koma inn fyrir Toby Alderweireld, Matt Doherty og Steven Bergwijn. Hinn 21 árs gamli Tanganga er að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Stones, Laporte, Zinchenko, Rodri, Gundogan, Foden, Bernardo Silva, Sterling, Jesus.
(Varamenn: Steffen, Walker, Dias, Aguero, Torres, Mendy, Mahrez, Garcia, Doyle)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Tanganga, Dier, Sanchez, Davies, Ndombele, Hojbjerg, Lamela, Moura, Son, Kane.
(Varamenn: Hart, Doherty, Alderweireld, Winks, Bale, Sissoko, Alli, Bergwijn, Vinicius)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner