Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 13. febrúar 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wyke skoraði fjögur fyrir Sunderland - McGeady lagði upp öll
Sunderland vann í dag 4-1 sigur á Doncaster í League One, C-deildinni á Englandi.

Það sem vekur athygli er að Charlie Wyke skoraði öll mörk heimamanna. Ef það vakti ekki næga athygli þá lagði sami maður upp öll mörkin.

Það var sjálfur Aiden McGeady, Írinn þaulreyndi (sem þó er fæddur á Englandi), sem lék með Everton á sínum tíma.

Sunderland er í 6. sæti dieldarinnar, fjórum stigum frá Doncaster sem er í fimmta sætinu. Íslendingalið Blackpool átti að leika gegn Peterborough í dag en þeim leik var frestað.


Athugasemdir
banner
banner