Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 13. febrúar 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr aftur í enska landsliðið eftir tíu mánaða fjarveru
Leah Williamson.
Leah Williamson.
Mynd: EPA
Leah Williamson er komin aftur í enska landsliðið eftir tíu mánaða fjarveru.

Williamson, sem er fyrirliði enska landsliðsins, sleit krossband í apríl síðastliðnum og missti hún af HM með Englandi í kjölfarið.

Williamson er 26 ára og getur bæði leikið sem miðvörður og miðjumaður.

Hún er núna mætt aftur í hópinn fyrir leikinn gegn Austurríki og Ítalíu. Það er frábært fyrir England að Williamson sé mætt aftur í liðið.

„Það er mjög gott að fá hana aftur í hópinn," sagði Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner