Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 13. apríl 2021 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flottustu vellir heims: Hásteinsvöllur, Wembley og San Siro
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vefmiðillinn 90min tók í dag saman lista yfir 30 flottustu fótboltaleikvanga veraldar.

Það kemst íslenskur fótboltavöllur á listann og er það Hásteinsvöllur í Vestamannaeyjum.

Hásteinsvöllur er í 14. sæti, einu sæti fyrir neðan þjóðarleikvang Englendinga, Wembley. Völlurinn í Vestmannaeyjum er fyrir ofan leikvanga eins og Goodison Park, Old Trafford og Santiago Bernabeu.

„Hásteinsvöllur er staðsettur á eyjunni Heimaey. Sætin eru ekki mörg en umhverfið er gríðarlega fallegt," segir í umsöng um heimavöll ÍBV.

Það er hægt að skoða listann í heild sinni hérna. Margir flottir fótboltavellinum þarna.
Athugasemdir