Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 12:52
Brynjar Ingi Erluson
Everton ætlar að berjast við Chelsea og Man Utd um Delap
Liam Delap
Liam Delap
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton ætlar að láta reyna á að sannfæra Liam Delap, framherja Ipswich Town, um að ganga í raðir félagsins í sumar.

Delap, sem er 22 ára gamall, hefur verið besti maður Ipswich á tímabilinu og skorað 12 mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar, sem er um það bil 45 prósent af öllum mörkum Ipswich í deildinni.

Framherjinn er með kaupákvæði í samningi sínum sem leyfir honum að fara fyrir 30 milljónir punda og eru mörg stórlið með hann á blaði fyrir sumargluggann.

Chelsea og Manchester United eru sögð afar áhugasöm en Everton er nú sagt ætla að skrá sig í baráttuna.

David Moyes, stjóri Everton, vill ólmur bæta framherja við hópinn, enda hefur vantað upp á mörkin hjá liðinu undanfarin ár. Beto hefur verið að spila nokkuð vel á meðan Dominic Calvert-Lewin er ekki alveg á sama stað og hann var fyrir nokkrum árum.

Calvert-Lewin verður samningslaus í sumar og mun það hjálpa Everton að sækja nýjan framherja.

Delap hefur ekki ákveðið næsta áfangastað sinn en hann setur nú alla einbeitingu á fallbaráttuna með Ipswich.
Athugasemdir
banner
banner