Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 13. maí 2014 16:05
Þriðja liðið
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þriðja liðið - Átti Fram að fá víti?
Uppgjör 3. umferðar
Þriðja liðið
Þriðja liðið
Taktu þátt í umræðunni á Twitter!
Taktu þátt í umræðunni á Twitter!
Mynd: Þriðja liðið
Garðar Örn Hinriksson dæmdi leik KR og FH.
Garðar Örn Hinriksson dæmdi leik KR og FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Kristjánsson hafði í nægu að snúast í leik Fram og Þórs.
Ívar Orri Kristjánsson hafði í nægu að snúast í leik Fram og Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skýringarmynd 1.
Skýringarmynd 1.
Mynd: Stöð 2 Sport
Magnús Gylfason ræðir við dómarana eftir Fjölnir - Valur.
Magnús Gylfason ræðir við dómarana eftir Fjölnir - Valur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.
Mynd: Stöð 2 Sport
Fótboltaáhugamaðurinn veit fátt skemmtilegra en að skeggræða leik gærdagsins og þá eru vafaatriðin oftar en ekki í brennidepli. Menn fullyrða hluti óhikað og vitna oft í greinar eða ákvæði knattspyrnulaganna sem ekki eru til.

Í sumar ætlar Þriðja liðið að fylgja eftir sjónvarpsþáttunum og skrifa pistla um þau atriðið sem falla að dómurum í umræðunni. Ef þú vilt fá álit á einhverju tilteknu atviku þá sendir þú okkur fyrirspurn á @3lidid á Twitter.

Af hverju ekki beint rautt? Dómararnir í leik KR og FH áttu mjög góðan leik heilt yfir en að okkar mati gerðu þeir ein stór mistök. Undir lok leiks sleppur sóknarmaður FH innfyrir varnarmann KR og er að hlaupa í átt að markinu þegar varnarmaðurinn togar í hann. Þegar þetta á sér stað þá er sóknarmaðurinn að sleppa einn í gegn. Það er því ekki hægt að segja annað en að varnarmaðurinn hafi neitað sóknarmanninum um upplagt marktækifæri eða DOGSO eins og tjallinn myndi kalla það (Denying an obvious goal scoring opportunity).

Fyrir þetta leikbrot átti dómari leiksins skilyrðislaust að dæma aukaspyrnu, þar sem þetta gerðist fyrir utan teig, og sýna varnarmanninum beint rautt spjald en ekki annað gula eins og hann gerði. Annað atvik sem var nokkuð til umræðu er þegar mark er dæmt af KR og vildi sjónvarpslýsir leiksins á tímabili meina að um rangstæðu hafi verið að ræða. Myndbandsupptökur sýna vel að brotið er á markmanni FH með snyrtilegum mjaðahnykk að hætti samkvæmisdansara og vel gert hjá aðstoðardómaranum að sjá þetta.

Mat Þriðja liðsins – Vel dæmdur leikur en augljós mistök að gefa varnarmanni KR ekki beint rautt spjald.

Átti Fram að fá víti? Fram fékk víti eftir að brotið hafði verið á leikmanni þeirra út við annað vítateigshornið. Leikmaður Fram var að spila boltanum til baka út úr teignum þegar varnarmaður Þórs sparkar aftan í hann. Atvikið átti sér sannarlega stað innan vítateigs og dómari leiksins var mjög vel staðsettur í nokkurra metra fjarlægð. Hvort sparkið var "laust eða fast" er ómögulegt um að segja og skiptir ekki máli skv. knattspyrnulögunum. Eflaust má til sanns vegar færa að leikmaður Fram hafi farið niður með of miklum tilþrifum, en er ekki besta leiðin til þess að tryggja að þú fáir ekki dæmt á þig víti fyrir að sparka aftan í andstæðinginn að einfaldlega sparka ekki aftan í hann (hvorki laust né fast)?

Enn og aftur er til umræðu hvort atvik hafi gert utan, innan við eða á línunum. Það er að segja línunum sem notaðar eru til þess að merkja völlinn. Í leik Fram og Þórs vildu einhverjir meina að aukaspyrna sem Þór fær í seinni hálfleik rétt fyrir utan teig hefði átt að vera vítaspyrna þar sem brotið sé innan teigs. Eftir að hafa legið yfir myndum af þessu atviki getum við ekki tekið undir þetta og teljum að dómari leiksins hafi gert rétt með því að dæma aukaspyrnu. (sjá skýringarmynd eitt)

Mat Þriðja liðsins – Vel dæmdur leikur og allar stóru ákvarðanir dómaranna réttar.

Átti Valur að fá víti? Í leik Fjölnis og Vals gerðu Valsmenn tilkall til þess að fá víti þegar sóknarmaður þeirra fellur eftir að varnarmaður Fjölnis keyrir í bakið á honum. Sóknarmaðurinn er með boltan fyrir framan sig með bakið í átt að marki Fjölnis. Í þessu tilfelli gerir varnarmaðurinn enga tilraun til þess að ná til boltans og keyrir að fullum krafti aftan í bakið á sóknarmanni Vals sem veldur því að hann missir jafnvægið. Að okkar mati er um augljóst víti að ræða og í raun undarlegt að hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn sjái þetta þar sem þeir eru báðir mjög vel staðsettir og við gerum einfaldlega kröfu á það að annar hvor aðilinn taki frumkvæðið og dæmi leikbrot.

Mat Þriðja liðsins – Vítin gerast ekki mikið augljósari en það sem Valur átti að fá en fékk ekki.

Eitt af hlutverkum dómara er að skoða völlinn áður en leikir fara fram. Skoða þeir þá sérstaklega merkingar vallarins og eru gerðar strangar kröfur í þeim efnum. Við viljum hrósa dómurunum á leik ÍBV og Fylkis sérstaklega fyrir að hafa greinilega framkvæmt ítarlega skoðun sem leiddi það í ljós að vítateigsbogarnir voru ekki nægjanlega langt frá vítateigspunktinum. Reglurnar kveða á um að bogarnir skuli vera 9,15 metra frá punktinum og var enginn afsláttur gefin af því. Við bendum vallarstarfsmönnum landsins á að skoða vel fyrstu grein Knattspyrnulaganna, en þar er farið vel yfir þær kröfur sem gerðar eru til knattspyrnuvalla. Svona hlutir eiga auðvitað að vera tipp topp á fagurgrænu ‘alvöru’ grasi, ekki gott að láta hanka sig á svona.

Mat Þriðja liðsins –Vonum að ÍBV verði búið að kippa þessu í liðinn áður en ‘línuliðið’ Valur kemur í heimsókn þar sem erfitt getur verið að meta hvort atvik gerist fyrir innan eða utan þessar svörtu línur.

Þriðja liðið ætlar að brydda uppá þeirri nýjung að velja íþróttafréttamann hverrar umferðar og mun hann hljóta nafnbótina Fagmaður umferðarinnar.

Fagmaður þriðju umferðar er Logi Ólafsson. Hann náði æstum meðlýsara sínum oft niður á jörðina í hamagangnum og spennunni í stórleik umferðarinnar. Logi sannaði gildi rólega og skynsama fagmannsins í beinum útsendingum.

Sjá fyrri uppgjör Þriðja liðsins:
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner