Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 08. maí 2014 13:45
Þriðja liðið
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þriðja liðið - Uppgjör fyrstu umferðar
Þriðja liðið
Þriðja liðið
Taktu þátt í umræðunni á Twitter!
Taktu þátt í umræðunni á Twitter!
Mynd: Þriðja liðið
Dómarar sem voru í eldlínunni.
Dómarar sem voru í eldlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mat Þriðja liðsins: Ekki rangstaða.
Mat Þriðja liðsins: Ekki rangstaða.
Mynd: Þriðja liðið
Það var umdeildur dómur í Garðabæ.
Það var umdeildur dómur í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótboltaáhugamaðurinn veit fátt skemmtilegra en að skeggræða leik gærdagsins og þá eru vafaatriðin oftar en ekki í brennidepli. Menn fullyrða hluti óhikað og vitna oft í greinar eða ákvæði knattspyrnulaganna sem ekki eru til.

Í sumar ætlar Þriðja liðið að fylgja eftir sjónvarpsþáttunum og skrifa pistla um þau atriðið sem falla að dómurum í umræðunni. Ef þú vilt fá álit á einhverju tilteknu atviku þá sendir þú okkur fyrirspurn á Twitter @3lidid.

Mark eða ekki mark? Eftir leik KR og Vals hefur verið deilt um það hvort Valsmenn hafi skorað löglegt mark með skalla eftir aukaspyrnu af hægri kanti. Aðstoðardómari leiksins er staðsettur á móts við markteigslínuna þar sem varnarmenn KR stilltu sér upp. Skallinn er mjög fastur og var varinn í slána og fór niður að marklínu. Allt gerðist þetta á nokkrum sekundubrotum og ekki hægt að ætlast til þess að aðstoðardómari leiksins nái að sjá hvort boltinn hafi farið allur inn fyrir línuna sem er að sjálfsögðu grundvallaratriði til þess að þetta geti talist mark. Það er einfaldlega ekki hægt að gera þá kröfu að dómarar leiksins sjái þetta, sér í lagi þegar við hin getum alls ekki fullyrt hvort um mark hafi verið að ræða eftir fjölda endursýninga frá hinum ýmsu sjónarhornum. Við þurfum einfaldlega að taka upp marklínutækni eða fá Kára Stefáns til þess að fínstilla einhverja hæfileika í mannsskepnunni til þess að koma í veg fyrir svona.

Mat Þriðja liðsins – Ekki möguleiki að taka faglega ákvörðun um hvort boltinn var allur inni eða ekki, hér geta bara allir að haft sína skoðun og lesið í kurlið ef þurfa þykir.

Skoraði Breiðablik rangstöðumark? Það hefur verið fullyrt að mark Breiðabliks í leik þeirra gegn FH hafi komið eftir rangstöðu. Það verður að segjast eins og er að fyrir okkur sem ekki vorum á vellinum, og nutum þeirra forréttinda að sitja í stúkunni í beinni línu við varnarmenn FH, þá er mjög erfitt að segja til um það. Það er erfitt að átta sig nákvæmlega á því með sjónvarpsupptökum þar sem myndavélin eru 5 til 6 metra til hliðar við línuna sem varnarmenn FH mynduðu. Slík fjarlægð gefur alltaf skakka mynd líkt og Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins sýndi svo vel. Það virðist hins vegar eftir vandlega yfirlegu, og að því gefnu að línurnar sem slegnar eru á Kaplakrikavelli sé beinar, að það sé hárrétt ákvörðun hjá aðstoðardómaranum að gera ekkert í þessu tilviki. Vinstri bakvörður FH, sem stendur fjær sóknarmanni Breiðabliks spilar hann réttstæðan með því að vera samsíða honum þegar boltanum er spyrnt eins og sjá má á skýringarmyndinni.

Mat Þriðja liðsins – Ekki rangstaða.

Leikur Stjörnunnar og Fylkis sýnir vel hversu margslungið dómarastarfið getur verið. Það gerist afar lítið í rúmlega 80 mínútur en svo allt í einu kemur augnablik þar sem menn þurfa að vera á tánum og taka ákvörðun. Það var barátta milli sóknarmanns Stjörnunar og varnarmanns Fylkis. Hvort þetta var vítaspyrna eða ekki var erfitt að sjá úr stúkunni en af myndbandstökum virðist varnarmaður Fylkis sparka í sóknarmanninn, auk þess var dómari leiksins vel staðsettur. Sóknarmaðurinn klárar skrefið og ákveður svo að falla með tilþrifum, það lítur ekki vel út séð úr stúkunni og fyrsta sem allir hugsuðu var leikaraskapur. En það að sóknarmaðurinn falli, að hætti B-mynda leikara, gerir brotið þó ekkert minna brot. Leikbrot er leikbrot þó svo að ofleikur sóknarmannsins hefði hæglega geta valdið því að dómarinn hefði ekki dæmt vítaspyrnuna. Við mælum með því að menn passi sig nú á því að vera með ofleik þó svo komið sé við þá, slíkt getur hæglega snúist upp í andhverfu sína.

Annað sem var nokkuð til umræðu eftir leik var rauða spjaldið á þjálfara Fylkis og fannst mörgum að dómari leiksins hlyti að hafa gert mistök með því að vísa honum af velli þar sem hann væri svo dagsfarsprúður maður. Þriðja liðið gerir alls ekki lítið úr þessum mannkostum þjálfarans en í þessu tilviki fór þjálfarinn inn á leikvöllinn án þess að hafa fengið til þess heimild og slíkt er alltaf rautt spjald hvort sem hann sagði eitthvað eða ekki.

Mat Þriðja liðsins – Ómögulegt að úrskurða um það hvort vítaspyrnan hafi átt rétt á sér eftir að hafa séð atvikið úr stúkunni, af sjónvarpsupptökum eða með lestri í mótmæli leikmanna, eins og sumir reyndu að gera. Dómarinn hins vegar með besta sjónarhornið. Því miður fyrir hinn mjög svo geðþekka þjálfara Fylkis þá eru reglurnar skýrar hvað þetta varðar og honum er algjörlega óheimilt að stíga inná völlinn.

Í leik Fram og ÍBV kom upp atvik sem svipaði að einhverju leiti til atviks í leik KR og FH á síðustu leiktíð. Dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu þar sem hann taldi að varnarmaður Fram hefði verið að senda til baka á markmanninn sinn. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvort um sendingu sé að ræða eða hvort hann einfaldlega hitti boltann svona illa. Dómarinn mat það hins vegar greinilega þannig að varnarmaðurinn hafi leikið knettinum vísvitandi til baka og því hafi markmanninum ekki verið heimilt að taka hann upp með höndum. Í þessu samhengi er rétt að benda á það að dómarinn hafði annað sjónarhorn á þessa atburðarás en það sem okkur var sýnt í sjónvarpi. Getur verið að frá honum séð hafi þetta litið út sem sending?

Mat Þriðja liðsins – Harður dómur, getum ekki sagt rangur því auðvitað fer boltinn af varnarmanni til markvarðar. Það er hins vegar alveg spurning hvort markmenn ættu hugsanlega að venja sig á að sparka boltanum í burtu þegar hann er að koma af samherja sem er undir pressu frá sóknarmanni andstæðinga?

Þriðja liðið ætlar að brydda uppá þeirri nýjung að velja íþróttafréttamann hverrar umferðar og mun hann hljóta nafnbótina Fagmaður umferðarinnar.

Fagmaður fyrstu umferðar er Bjarnólfur Lárusson. Hann átti sterka innkomu í Pepsímörkin og hefur greinilega mikla þekkingu á öllum hliðum fótboltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner