Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. maí 2019 15:45
Arnar Daði Arnarsson
Emil Lyng frá næstu vikurnar
Emil Lyng tognaði í tapinu gegn ÍA.
Emil Lyng tognaði í tapinu gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Lyng leikmaður Vals verður frá keppni næstu vikurnar. Þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals í samtali við Fótbolta.net.

Hann tognaði á læri snemma leik í 2-1 tapi Vals gegn ÍA á laugardagskvöldið.

„Maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Svona meiðsli eru að meðaltali 4-6 vikur en síðan gæti þetta verið meira eða minna. Þetta tekur sinn tíma, það er bara eins og það er," sagði Sigurbjörn.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á miðvikudaginn. Sigurbjörn segir að það sé ekkert í gangi hjá þeim varðandi félagaskipti.

„Við erum með hóp af mönnum og þetta er hópurinn okkar. Ég á ekki von á því að við bætum við okkur mönnum. Það eru að koma leikmenn til baka úr meiðslum og við sjáum hvað setur úr því."

Einn af þeim leikmönnum sem hefur verið að glíma við meiðsli er Kristinn Freyr Sigurðsson.

„Við getum orðað það þannig að það styttist í hann. Ég reikna ekki með honum næstu dagana. Hann er að æfa en það er fyrst og fremst hans heilsa sem skiptir máli. Við munum ekki taka neinar áhættur með hann," sagði Sigurbjörn að lokum.

Valur heimsækir Fylki í Árbæinn á fimmtudagskvöldið í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner