Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 13. maí 2022 22:00
Daníel Már Aðalsteinsson
Úlfur Arnar: Ofboðslega ánægður með strákana
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar Jökulsson
Mynd: Fjölnir
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var að vonum ánægður með sína menn eftir 4-1 sigur á Þór Akureyri á Extra vellinum í Grafarvogi fyrr í kvöld.

„Ofboðslega ánægður með strákana, mér fannst þetta rosalega flott frammistaða, mér fannst við vera með control á leiknum svona 95% af honum, smá kafli í seinni sem við missum örlítið tökin en bara í mjög stuttan tíma og mér fannst við eiga skora fleiri mörk, mér fannst við eiga vera komnir í 4 eða 5-0 yfir áður en Willard á þetta glæsilega mark."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Leikurinn byrjaði með miklu jafnræði en svo taka Fjölnismenn yfir leikinn eftir fyrstu 20 mínútur leiksins.

„Mér fannst svona kannski jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínúturnar svo fannst mér við taka control á leiknum og mér fannst við halda því controli eins og ég segi 95% af leiknum."

Fjölnismenn fara í Árbæinn í næstu umferð og mæta Fylkismönnum í risaleik og var Úlfar spurður út í það verkefni.

„Bara rosalega vel. Fylkir-Fjölnir er mætti segja "Reykjavíkurgrannaslagur" og þetta verður hrikalega skemmtilegur leikur og vonandi verður fjör að mæta Fylkismönnum."

Úlfur Arnar Jökulsson fær tvö gul spjöld á innan við 15 sekúndum og var hann beðinn um að útskýra hvað hafi átt sér stað.

„Ég hef lengi verið í þessum bolta og ég var ofboðslega rólegur og var að ræða við dómaranna eftir leik og var að segja að ég væri svo vonsvikin með þetta. Aðstoðardómarinn segir í headsettið eftir ljóta tæklingu frá Þórsara að hann eigi líka að spjalda minn mann fyrir að skamma Þórsarann sem tæklar þá segi ég við aðstoðardómarann „hvað ertu að pæla" að spjalda Dofra og þá segir hann í kallkerfið að ég eigi að fá spjald fyrir það, og ég mótmæli því við Gunnar Odd og bið hann að ræða við mig og hann neitar því að þá segi ég aftur við aðstoðardómarann „hvað ertu að spá fyrir að gefa mér gullt fyrir þetta" þá sagði hann í kall karfið „ég nenni ekki að hlusta á hann, gefðu honum aftur gullt" það var það sem ég sagði og mér finnst þetta ofboðslega sérstakt fyrir að vera rekinn útaf fyrir þetta."
Athugasemdir
banner