Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 13. maí 2022 22:00
Daníel Már Aðalsteinsson
Úlfur Arnar: Ofboðslega ánægður með strákana
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar Jökulsson
Mynd: Fjölnir
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var að vonum ánægður með sína menn eftir 4-1 sigur á Þór Akureyri á Extra vellinum í Grafarvogi fyrr í kvöld.

„Ofboðslega ánægður með strákana, mér fannst þetta rosalega flott frammistaða, mér fannst við vera með control á leiknum svona 95% af honum, smá kafli í seinni sem við missum örlítið tökin en bara í mjög stuttan tíma og mér fannst við eiga skora fleiri mörk, mér fannst við eiga vera komnir í 4 eða 5-0 yfir áður en Willard á þetta glæsilega mark."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Leikurinn byrjaði með miklu jafnræði en svo taka Fjölnismenn yfir leikinn eftir fyrstu 20 mínútur leiksins.

„Mér fannst svona kannski jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínúturnar svo fannst mér við taka control á leiknum og mér fannst við halda því controli eins og ég segi 95% af leiknum."

Fjölnismenn fara í Árbæinn í næstu umferð og mæta Fylkismönnum í risaleik og var Úlfar spurður út í það verkefni.

„Bara rosalega vel. Fylkir-Fjölnir er mætti segja "Reykjavíkurgrannaslagur" og þetta verður hrikalega skemmtilegur leikur og vonandi verður fjör að mæta Fylkismönnum."

Úlfur Arnar Jökulsson fær tvö gul spjöld á innan við 15 sekúndum og var hann beðinn um að útskýra hvað hafi átt sér stað.

„Ég hef lengi verið í þessum bolta og ég var ofboðslega rólegur og var að ræða við dómaranna eftir leik og var að segja að ég væri svo vonsvikin með þetta. Aðstoðardómarinn segir í headsettið eftir ljóta tæklingu frá Þórsara að hann eigi líka að spjalda minn mann fyrir að skamma Þórsarann sem tæklar þá segi ég við aðstoðardómarann „hvað ertu að pæla" að spjalda Dofra og þá segir hann í kallkerfið að ég eigi að fá spjald fyrir það, og ég mótmæli því við Gunnar Odd og bið hann að ræða við mig og hann neitar því að þá segi ég aftur við aðstoðardómarann „hvað ertu að spá fyrir að gefa mér gullt fyrir þetta" þá sagði hann í kall karfið „ég nenni ekki að hlusta á hann, gefðu honum aftur gullt" það var það sem ég sagði og mér finnst þetta ofboðslega sérstakt fyrir að vera rekinn útaf fyrir þetta."
Athugasemdir
banner
banner