Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 13. maí 2022 22:00
Daníel Már Aðalsteinsson
Úlfur Arnar: Ofboðslega ánægður með strákana
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar Jökulsson
Mynd: Fjölnir
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var að vonum ánægður með sína menn eftir 4-1 sigur á Þór Akureyri á Extra vellinum í Grafarvogi fyrr í kvöld.

„Ofboðslega ánægður með strákana, mér fannst þetta rosalega flott frammistaða, mér fannst við vera með control á leiknum svona 95% af honum, smá kafli í seinni sem við missum örlítið tökin en bara í mjög stuttan tíma og mér fannst við eiga skora fleiri mörk, mér fannst við eiga vera komnir í 4 eða 5-0 yfir áður en Willard á þetta glæsilega mark."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Leikurinn byrjaði með miklu jafnræði en svo taka Fjölnismenn yfir leikinn eftir fyrstu 20 mínútur leiksins.

„Mér fannst svona kannski jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínúturnar svo fannst mér við taka control á leiknum og mér fannst við halda því controli eins og ég segi 95% af leiknum."

Fjölnismenn fara í Árbæinn í næstu umferð og mæta Fylkismönnum í risaleik og var Úlfar spurður út í það verkefni.

„Bara rosalega vel. Fylkir-Fjölnir er mætti segja "Reykjavíkurgrannaslagur" og þetta verður hrikalega skemmtilegur leikur og vonandi verður fjör að mæta Fylkismönnum."

Úlfur Arnar Jökulsson fær tvö gul spjöld á innan við 15 sekúndum og var hann beðinn um að útskýra hvað hafi átt sér stað.

„Ég hef lengi verið í þessum bolta og ég var ofboðslega rólegur og var að ræða við dómaranna eftir leik og var að segja að ég væri svo vonsvikin með þetta. Aðstoðardómarinn segir í headsettið eftir ljóta tæklingu frá Þórsara að hann eigi líka að spjalda minn mann fyrir að skamma Þórsarann sem tæklar þá segi ég við aðstoðardómarann „hvað ertu að pæla" að spjalda Dofra og þá segir hann í kallkerfið að ég eigi að fá spjald fyrir það, og ég mótmæli því við Gunnar Odd og bið hann að ræða við mig og hann neitar því að þá segi ég aftur við aðstoðardómarann „hvað ertu að spá fyrir að gefa mér gullt fyrir þetta" þá sagði hann í kall karfið „ég nenni ekki að hlusta á hann, gefðu honum aftur gullt" það var það sem ég sagði og mér finnst þetta ofboðslega sérstakt fyrir að vera rekinn útaf fyrir þetta."
Athugasemdir
banner
banner