Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum - „Rosa spenntur fyrir næsta tímabili"
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
banner
   fös 13. maí 2022 22:00
Daníel Már Aðalsteinsson
Úlfur Arnar: Ofboðslega ánægður með strákana
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar Jökulsson
Mynd: Fjölnir
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var að vonum ánægður með sína menn eftir 4-1 sigur á Þór Akureyri á Extra vellinum í Grafarvogi fyrr í kvöld.

„Ofboðslega ánægður með strákana, mér fannst þetta rosalega flott frammistaða, mér fannst við vera með control á leiknum svona 95% af honum, smá kafli í seinni sem við missum örlítið tökin en bara í mjög stuttan tíma og mér fannst við eiga skora fleiri mörk, mér fannst við eiga vera komnir í 4 eða 5-0 yfir áður en Willard á þetta glæsilega mark."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Leikurinn byrjaði með miklu jafnræði en svo taka Fjölnismenn yfir leikinn eftir fyrstu 20 mínútur leiksins.

„Mér fannst svona kannski jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínúturnar svo fannst mér við taka control á leiknum og mér fannst við halda því controli eins og ég segi 95% af leiknum."

Fjölnismenn fara í Árbæinn í næstu umferð og mæta Fylkismönnum í risaleik og var Úlfar spurður út í það verkefni.

„Bara rosalega vel. Fylkir-Fjölnir er mætti segja "Reykjavíkurgrannaslagur" og þetta verður hrikalega skemmtilegur leikur og vonandi verður fjör að mæta Fylkismönnum."

Úlfur Arnar Jökulsson fær tvö gul spjöld á innan við 15 sekúndum og var hann beðinn um að útskýra hvað hafi átt sér stað.

„Ég hef lengi verið í þessum bolta og ég var ofboðslega rólegur og var að ræða við dómaranna eftir leik og var að segja að ég væri svo vonsvikin með þetta. Aðstoðardómarinn segir í headsettið eftir ljóta tæklingu frá Þórsara að hann eigi líka að spjalda minn mann fyrir að skamma Þórsarann sem tæklar þá segi ég við aðstoðardómarann „hvað ertu að pæla" að spjalda Dofra og þá segir hann í kallkerfið að ég eigi að fá spjald fyrir það, og ég mótmæli því við Gunnar Odd og bið hann að ræða við mig og hann neitar því að þá segi ég aftur við aðstoðardómarann „hvað ertu að spá fyrir að gefa mér gullt fyrir þetta" þá sagði hann í kall karfið „ég nenni ekki að hlusta á hann, gefðu honum aftur gullt" það var það sem ég sagði og mér finnst þetta ofboðslega sérstakt fyrir að vera rekinn útaf fyrir þetta."
Athugasemdir
banner