Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. maí 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi Simons gæti skipt aftur til PSG í sumar
Mynd: EPA

Xavi Simons er búinn að skipta um umboðsmann fyrir sumarið. Þessi tvítugi sóknartengiliður er að klára stórkostlegt tímabil með PSV Eindhoven þar sem hann á 18 mörk og 12 stoðsendingar í 45 leikjum á tímabilinu.


Xavi þykir gríðarlega mikið efni og gæti snúið aftur til Paris Saint-Germain í sumar þar sem Frakklandsmeistararnir eru með endurkaupsrétt á honum.

PSG vildi upprunalega lána Xavi til PSV en þegar hollenska félagið vildi bara kaupa hann var ákveðið að setja endurkaupsrétt í samninginn.

PSG getur því keypt Xavi aftur til sín í sumar, en lokaákvörðunin mun þó liggja hjá leikmanninum.

Nýi umboðsmaður Xavi Simons heitir Darren Dein og hefur verið maðurinn á bakvið ýmis stór félagaskipti í gegnum tíðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner