
Íslenska kvennalandsliðið er í Vejle en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Dönum í undankeppni HM. Leikurinn fer fram sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Baráttan er hörð um annað sætið í riðlinum en það getur gefið sæti í umspili um að komast á HM í Kanada 2015. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 9 stig, líkt og Ísrael, en Danir eru með 8 stig. Allar þrjár þjóðirnar hafa leikið fimm leiki en Sviss er í efsta sætinu með 19 stig eftir sjö leiki.
Baráttan er hörð um annað sætið í riðlinum en það getur gefið sæti í umspili um að komast á HM í Kanada 2015. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 9 stig, líkt og Ísrael, en Danir eru með 8 stig. Allar þrjár þjóðirnar hafa leikið fimm leiki en Sviss er í efsta sætinu með 19 stig eftir sjö leiki.
„Pressan er ekki beint á okkur. Danmörk hefur leikið undir getu og verið að bíða eftir að þær sýni sitt rétta andlit. Þær vilja halda boltanum. Þetta gerist kannski ekki hratt og það gæti hentað okkur vel," segir Þóra B. Helgadóttir markvörður.
„Það er mikilvægt að við séum agaðar. Það er algjört lykilatriði að halda hreinu. Við megum ekki tapa."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir