Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. júní 2022 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Freyr við umboðsmann Jóns Dags - „Tilboð mitt rennur út eftir 12 klukkustundir"
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, ákvað að slá á létta strengi eftir að Jón Dagur Þorsteinsson kom íslenska liðinu yfir gegn Ísrael á Laugardalsvelli.

Jón Dagur skoraði með stórglæsilegum skalla á 9. mínútu eftir að Daníel Leó flikkaði áfram löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar.

Þetta var fjórða mark Jóns fyrir landsliðið og hefur hann verið með bestu mönnum undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Jón Dagur verður samningslaus um mánaðarmótin og er nú farinn að skoða í kringum sig.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Jóns, fagnaði marki hans á Twitter og var Freyr ekki lengi að svara honum og gaf honum tólf klukkustundir til að svara tilboði hans.

Það vantar ekki áhugann á vinstri kantmanninum en Lecce, sem tryggði sig upp í Seríu A á dögunum, er eitt af þeim félögum sem er að skoða hann.


Athugasemdir
banner
banner