Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 13. júní 2022 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Rafn fær stórt starf hjá Tottenham
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Rafn Steinsson hefur verið ráðinn í stórt hlutverk hjá Tottenham, einu stærsta félagi Englands.

Þetta kemur fram hjá The Athletic.

Grétar er fyrrum landsliðsmaður Íslands sem lék lengi sem bakvörður erlendis; í Sviss, Hollandi Tyrklandi og á Englandi. Að loknum leikmannsferlinum lauk Grétar Rafn meistaranámi í íþróttastjórnun við Johann Cruyff stofnunina í Barcelona og er hann einnig útskrifaður sem Level 5 Technical Director frá enska fótboltasambandinu.

Grétar hefur starfað á Englandi síðustu ár, fyrst sem yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood Town og svo var hann í stóru hlutverki á bak við tjöldin hjá Everton í leikmannamálum félagsins.

Síðustu mánuði er Grétar búinn að vera í tímabundnu ráðgjafastarfi hjá KSÍ þar sem hann hefur unnið að því að efla starf sambandsins. Hann mun hætta þar í sumar og færa sig yfir til Tottenham.

Hjá Tottenham mun Grétar starfa í kringum í aðal- og unglingalið félagsins og mun hann vinna náið með Fabio Paratici, sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Tottenham endaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og spilar í Meistaradeildinni á komandi keppnistímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner