Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 13. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Björgvin: Aldrei allur inni
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við sýndum mikin karakter og ég held að við höfum sýnt þjóðinni að við getum spilað fótbolta og mikil bæting. Það er nóg eftir af þessu og leiðinlegt að hafa tapað þessu niður svona en auðvitað get ég sett smá spurningamerki við þetta mark, ég held að boltinn hafi aldrei farið inn, Rúnar Alex gerði vel og hvort boltinn hafi verið smá yfir línuna en aldrei allur inni.“ Sagði Hörður BJörgvin Magnússon eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael í kvöld en seinna mark Ísraela var dæmt eftir VAR skoðun sem menn eru ekki á eitt śattir með.

Skoðun VAR á markinu tók tíma og var taugaspennan á vellinum áþreifanleg á meðan á því stóð. Hvernig upplifði Hörður það?

„Það er erfitt að segja eitthvað, maður veit ekkert. Maður spyr Rúnar hvort hann hafi verið inni og hann veit ekki, Þetta gerist bara á tveimur sekúndum og við fáum ekki að sjá þetta eða skoða á skjám. Mér finnst lélegt að þeir séu ekki með marklínutækni eða myndavél á línunni sem getur sýnt hvort boltinn var inni eða ekki. Biðin þegar dómarinn er að hlusta er löng og leiðinleg og að fá þetta í andlitð er rosalega súrt.“

Hörður átti þátt í báðum mörkum Íslands í dag og spilaði heilt yfir ágætan leik. Er hann sáttur með eigin frammistöðu?

„Já ég hef kastað inn innköstum í mörg ár og það hefur gengið vel. Aðrir hafa tekið þau líka en auðvitað gaman að vera partur af mörkunum en maður hugsar sem lið og það er svekkjandi að hafa tapað þessu niður en heilt yfir þetta verkefni og í þessum þrem leikjum sé ég mikla bætingu og er rosalega stoltur af strákunum.“

Allt viðtalið við Hörð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner