Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 13. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Björgvin: Aldrei allur inni
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við sýndum mikin karakter og ég held að við höfum sýnt þjóðinni að við getum spilað fótbolta og mikil bæting. Það er nóg eftir af þessu og leiðinlegt að hafa tapað þessu niður svona en auðvitað get ég sett smá spurningamerki við þetta mark, ég held að boltinn hafi aldrei farið inn, Rúnar Alex gerði vel og hvort boltinn hafi verið smá yfir línuna en aldrei allur inni.“ Sagði Hörður BJörgvin Magnússon eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael í kvöld en seinna mark Ísraela var dæmt eftir VAR skoðun sem menn eru ekki á eitt śattir með.

Skoðun VAR á markinu tók tíma og var taugaspennan á vellinum áþreifanleg á meðan á því stóð. Hvernig upplifði Hörður það?

„Það er erfitt að segja eitthvað, maður veit ekkert. Maður spyr Rúnar hvort hann hafi verið inni og hann veit ekki, Þetta gerist bara á tveimur sekúndum og við fáum ekki að sjá þetta eða skoða á skjám. Mér finnst lélegt að þeir séu ekki með marklínutækni eða myndavél á línunni sem getur sýnt hvort boltinn var inni eða ekki. Biðin þegar dómarinn er að hlusta er löng og leiðinleg og að fá þetta í andlitð er rosalega súrt.“

Hörður átti þátt í báðum mörkum Íslands í dag og spilaði heilt yfir ágætan leik. Er hann sáttur með eigin frammistöðu?

„Já ég hef kastað inn innköstum í mörg ár og það hefur gengið vel. Aðrir hafa tekið þau líka en auðvitað gaman að vera partur af mörkunum en maður hugsar sem lið og það er svekkjandi að hafa tapað þessu niður en heilt yfir þetta verkefni og í þessum þrem leikjum sé ég mikla bætingu og er rosalega stoltur af strákunum.“

Allt viðtalið við Hörð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner