Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 13. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Björgvin: Aldrei allur inni
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við sýndum mikin karakter og ég held að við höfum sýnt þjóðinni að við getum spilað fótbolta og mikil bæting. Það er nóg eftir af þessu og leiðinlegt að hafa tapað þessu niður svona en auðvitað get ég sett smá spurningamerki við þetta mark, ég held að boltinn hafi aldrei farið inn, Rúnar Alex gerði vel og hvort boltinn hafi verið smá yfir línuna en aldrei allur inni.“ Sagði Hörður BJörgvin Magnússon eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael í kvöld en seinna mark Ísraela var dæmt eftir VAR skoðun sem menn eru ekki á eitt śattir með.

Skoðun VAR á markinu tók tíma og var taugaspennan á vellinum áþreifanleg á meðan á því stóð. Hvernig upplifði Hörður það?

„Það er erfitt að segja eitthvað, maður veit ekkert. Maður spyr Rúnar hvort hann hafi verið inni og hann veit ekki, Þetta gerist bara á tveimur sekúndum og við fáum ekki að sjá þetta eða skoða á skjám. Mér finnst lélegt að þeir séu ekki með marklínutækni eða myndavél á línunni sem getur sýnt hvort boltinn var inni eða ekki. Biðin þegar dómarinn er að hlusta er löng og leiðinleg og að fá þetta í andlitð er rosalega súrt.“

Hörður átti þátt í báðum mörkum Íslands í dag og spilaði heilt yfir ágætan leik. Er hann sáttur með eigin frammistöðu?

„Já ég hef kastað inn innköstum í mörg ár og það hefur gengið vel. Aðrir hafa tekið þau líka en auðvitað gaman að vera partur af mörkunum en maður hugsar sem lið og það er svekkjandi að hafa tapað þessu niður en heilt yfir þetta verkefni og í þessum þrem leikjum sé ég mikla bætingu og er rosalega stoltur af strákunum.“

Allt viðtalið við Hörð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner