Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. júní 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man City kynnir Haaland formlega sem leikmann félagsins
Erling Haaland og Txiki Begiristain.
Erling Haaland og Txiki Begiristain.
Mynd: Manchester City
Mynd: Manchester City
Allt er frágengið varðandi kaup Englandsmeistara Manchester City á norska sóknarmanninum Erling Haaland og félagið kynnti hann formlega núna í morgunsárið.

Haaland segist vera á „rétta staðnum til að uppfylla metnað sinn" eftir að hafa verið keyptur frá Borussia Dortmun á 51,2 milljónir punda.

Þessi 21 árs leikmaður skoraði 86 mörk í 89 leikjum fyrir Dortmund. Hann hefur skrifað undir samning til 2027 og mætir til starfa þann 1. júlí.

„Þetta er stór dagur fyrir mig og mína fjölskyldu," segir Haaland en faðir hans, Alf-Inge, spilaði fyrir City 2000-2003.

„Ég hef alltaf horft á leiki City og hef notið þess sérstaklega síðustu tímabil. Það er ekki annað hægt en að heillast af leikstíl liðsins. Þeir spila skemmtilegan fótbolta og skapa fjölda færa, sem er fullkomið fyrir leikmann eins og mig."

„Það eru margir heimsklassa leikmenn í hópnum og Pep Guardiola er einn besti stjóri allra tíma, ég tel mig því vera á réttum stað til að uppfylla metnað minn. Ég vil skora mörk, vinna bikara og taka framförum sem fótboltamaður. Ég er sannfærður um að ég geti gert það hér. Þetta er gott skref fyrir mig."

Txiki Begiristain, yfirmaður fótboltamála hjá City, segir: „Haaland er með rosalega hæfileika og hefur verið einn besti sóknarmaður Evrópu undanfarin tímabil. Markaskorun hans hefur veriið framúrskarandi og hann hefur sýnt með Borussia Dortmund og í Meistaradeildinni að hann á heima á hæsta stigi. Erling er með allt sem þú vilt vera með í sóknarmanni og við erum sannfærðir um að hann muni njóta sín vel í þessum leikmannahópi og þessu kerfi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner