Hallgrímur Jónasson þjálfari KA segir að ástæðan fyrir því að Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópnum í kvöld sé sú að hann hafi ekki verið að standa sig nægilega vel á æfingum liðsins.
„Hann var ekki í hóp í dag. Hann þarf að standa sig betur á æfingum,“ sagði Hallgrímur við RÚV þegar hann var spurður út í fjarveru sóknarmannsins.
Hallgrímur svaraði svo neitandi þeirri spurningu hvort ástæðan væri sú að hann hafi ekki verið að mæta vel á æfingar. KA og Viðar hafa blásið á allar sögur sem hafa verið í gangi.
„Hann var ekki í hóp í dag. Hann þarf að standa sig betur á æfingum,“ sagði Hallgrímur við RÚV þegar hann var spurður út í fjarveru sóknarmannsins.
Hallgrímur svaraði svo neitandi þeirri spurningu hvort ástæðan væri sú að hann hafi ekki verið að mæta vel á æfingar. KA og Viðar hafa blásið á allar sögur sem hafa verið í gangi.
Það er fíll í herberginu
Í uppgjörsþættinum á RÚV var rætt um Viðar sem hefur verið inn og út úr hópnum hjá KA. Talsverð umræða hefur verið um standið á honum en honum hefur ekki tekist að skora mark fyrir liðið.
„Þetta er mjög áhugavert. Það er fíll í herberginu og það er fínt að addressa það bara. Hallgrímur er spurður leik eftir leik hver staðan á honum sé, hvar hann er eða hvort hann sé að mæta á æfingar. KA þarf á einhverjum tímapunkti að taka einhverja ákvörðun í þessu," sagði Gunnar Birgisson.
„Mun hann nýtast liðinu ef hann er ekki nægilega góður til að komast í hóp núna? Þetta er sama svar og fyrir mánuði síðan þegar hann var ekki í hóp. Þá var hann ekki að standa sig nægilega vel á æfingum. Þetta er leikmaður sem var sóttur í mars en nú styttist í að júlí komi. KA þarf á einhverjum tímapunkti að taka ákvörðun en ekki vera í limbói. Viðar tekur fyrirsagnir sama hvort hann sé í byrjunarliðinu eða ekki í hóp."
KA vann öruggan 3-0 sigur gegn Fram og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld.
Athugasemdir