Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. júlí 2021 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull aftur á láni til Morecambe?
Á U21 landsliðsæfingu í júní
Á U21 landsliðsæfingu í júní
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Jökull Andrésson æfir þessa dagana með Morecambe og mun spila æfingaleik með liðinu í kvöld og á laugardag.

Jökull er 19 ára og er samningsbundinn Reading. Hann var á síðustu leiktíð á láni hjá Morecambe og Exeter í ensku D-deildinni. Jökull lék tvo leiki með Morecambe en var talsvert lengur hjá Exeter.

Morecambe fór upp úr D-deildinni og spilar í League One á komandi tímabili.

Jökull ræddi við Fótbolta.net í júní og var þá spurður út í framtíð sína.

Verðuru varamarkmaður hjá Reading?

„Það er spurning! Það er það sem ég er að spyrja mig að þessa dagana. Persónulega langar mig aftur að fara út á lán, til að spila fleiri leiki. Það er svo gaman að spila tvo leiki í viku."

„En auðvitað er það góð reynsla að vera með Reading í Championship. Maður veit aldrei, það geta komið upp meiðsli og maður kemur þá inn, spilar bikarleiki. Þetta er óráðið og ég er ógeðslega spenntur að sjá hvernig framtíðin liggur,"
sagði Jökull.

Smelltu hér til þess að sjá viðtalið í heild


Athugasemdir
banner