Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 13. júlí 2021 09:25
Elvar Geir Magnússon
Man Utd nálægt samkomulagi við Varane - Juventus vill Jorginho
Powerade
Varane í leik með Frakklandi.
Varane í leik með Frakklandi.
Mynd: EPA
Juventus hefur áhuga á Jorginho.
Juventus hefur áhuga á Jorginho.
Mynd: EPA
Varane, Bellerín, Kane, Haaland, Jesus, Griezmann og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United er nálægt því að ná samkomulagi um kaup og kjör við franska varnarmanninn Raphael Varane (27) hjá Real Madrid en hann á að mynda miðvarðaparið ásamt Harry Maguire. (Mail)

Hector Bellerín (26) hefur tilkynnt Arsenal að hann vilji yfirgefa félagið í sumar. Bellerín vonast eftir því að fara til Inter. (Metro)

Manchester City útilokar að reyna að fá franska sóknarmanninn Antoine Griezmann (30) en mun leggja meira pýður í að reyna við Erling Haaland (20) hjá Borussia Dortmund og enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane (27) hjá Tottenham. (Sun)

Chelsea mun gera stórt tilboð í Haaland. (Star)

Griezmann gæri verið á leið aftur til Atletico Madrid. (Express)

Umboðsmaður miðjumannsins Jorginho (29) staðfestir að Juventus hafi áhuga á ítalska landsliðsmanninum. Jorginho á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea. (Sun)

Bayern München hyggst kaupa sóknarmann í staðinn fyrir pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (32) sem gæti verið á leið til Real Madrid næsta sumar, þegar hann á ár eftir af samningi sínum við þýska stórliðið. (AS)

Isco (29) skrifaði færslu á Twitter, sem síðan var fjarlægð, sem ýjar að því að hann sé á förum frá Real Madrid. Arsenal, Tottenham og Napoli hafa áhuga. (Mirror)

Manchester City og Wolverhampton Wanderers hafa áhuga á bandaríska bakverðinum Antonee Robinson (23) hjá Fulham. (Mirror)

Juventus vill fá brasilíska sóknarmanninn Gabriel Jesus (24) frá Manchester City. Ítalska félagið er líka með Moise Kean (21), sóknarmann Everton, á óskalistanum. (Tuttosport)

Ravel Morrison (28) er að æfa með Wayne Rooney og lærisveinum í Derby County. (Sun)

Arsenal færist nær samningum um Houssem Aouar (23), leikstjórnanda Lyon, og belgíska miðjumanninn Albert Sambi Lokonga (21) hjá Anderlecht. James Maddison (24) hjá Leicester er einnig á blaði. (Sun)

Bournemouth í Championship-deildinni hefur áhuga á enska miðjumanninum Flynn Downes (22) hjá C-deildarliði Ipswich. (East Anglian Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner