Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. ágúst 2020 19:20
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Kolbeinn kom inn á í tapi - Norrköping tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í dag þegar AIK tapaði gegn Oestersunds á heimavelli í fallbaráttuslag. Þetta var fyrsti leikur Kolbeins í rúman mánuð.

Kolbeinn kom inn á í hálfleik fyrir Henok Goitom. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós, eitt á hvort lið. AIK er einu marki frá fallsæti á meðan Oestersunds er í 12. sæti, tveimur stigum fyrir ofan AIK.

Norrköping tapaði þá 2-1 á heimavelli gegn Hammarby þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á bekknum líkt og Kolbeinn en hann kom inn á 66. mínútu fyrir Sead Haksabanovic. Aron Jóhannsson lék þá tæpan klukkutíma í liði Hammarby.

Norrköping er í 4. sæti deildarinnar þegar 15 umferðir eru búnar. Liðið er níu stigum á eftir Malmö sem situr á toppi deildarinnar. Hammarby er í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner