Wahi á leiðinni inn
Gerónimo Rulli tók þátt í fögnuðinum umdeilda þegar hann var í landsliðshóp Argentínu sem vann HM 2022 í Katar.
Franska félagið Olympique de Marseille hefur staðfest kaup á argentínska markverðinum Gerónimo Rulli sem kemur úr röðum Ajax.
Rulli gerir þriggja ára samning við Marseille og tekur við markmannsstöðunni af Pau López, sem er líklega á förum frá félaginu í sumar.
Ef Marseille tekst ekki að selja Lopez gæti hann endað í byrjunarliðsbaráttu við Rulli, sem er varamarkvörður argentínska landsliðsins og á fjóra leiki að baki.
Rulli er 32 ára gamall og átti erfitt uppdráttar hjá Ajax í hollenska boltanum á síðustu leiktíð, eftir að hafa misst byrjunarliðssætið sitt hjá Villarreal ári fyrr.
Rulli hefur meðal annars leikið fyrir Real Sociedad og Montpellier á ferlinum og var samningsbundinn Manchester City um tíma án þess að spila þó leik fyrir félagið.
Talið er að Marseille greiði um 4 milljónir evra fyrir Rulli.
Enski framherjinn Eddie Nketiah fer ekki til Marseille þrátt fyrir tilraunir félagsins til að kaupa hann frá Arsenal. Félögin komust ekki að samkomulagi um kaupverð, þar sem Arsenal vill fá 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Þessi í stað er franski framherjinn Elye Wahi á leið til Marseille frá Lens, eftir að hafa komið að 16 mörkum í 37 leikjum á síðustu leiktíð.
Marseille borgar um 30 milljónir evra fyrir Wahi og heldur Lens 15% endursölurétti. Wahi gerir fimm ára samning við Marseille og vildi Roberto De Zerbi ólmur krækja í hann.
???? comme ???????????????????????????? ???????? ????????????, ???? comme ????????????????????????????????? ???????????????????? ???????? pic.twitter.com/57w3TwFcLj
— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) August 12, 2024
Athugasemdir