Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. september 2021 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild karla: FH setti fjögur gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan 0 - 4 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson ('19 )
0-2 Matthías Vilhjálmsson ('35 )
0-3 Jónatan Ingi Jónsson ('65 )
0-4 Matthías Vilhjálmsson ('82 )
Rautt spjald: Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan ('40)
Rautt spjald: Gunnar Nielsen, FH ('56)

Lestu um leikinn

Það var mikið líf og fjör er Stjarnan fékk FH í heimsókn í Pepsi Max-deild karla.

Baldur Logi Guðlaugsson fiskaði aukaspyrnu og kom FH yfir með laglegu skoti beint úr aukaspyrnunni eftir 19 mínútna leik. Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Matthías Vilhjálmsson forystuna þegar hann fylgdi skoti Loga Hrafns Róbertssonar eftir.

Heimamenn í Garðabæ komust nálægt því að minnka muninn skömmu síðar en svo fékk Eggert Aron Guðmundsson að líta beint rautt spjald fyrir að tækla aftan í Guðmund Kristjánsson þó boltinn væri hvergi nærri. Guðmundur var fokreiður og Eggert Aron sendur í sturtu.

Tíu Garðbæingar mættu til síðari hálfleiks af miklum krafti og héldu að þeir hefðu fengið vítaspyrnu á 56. mínútu þegar Gunnar Nielsen var dæmdur brotlegur. Gunnar fékk gult spjald en eftir viðræður var brotið fært út fyrir teig og Gunnari gefið beint rautt.

Hilmar Árni Halldórsson skaut yfir úr aukaspyrnunni og gerði Jónatan Ingi Jónsson út um viðureignina með marki á 65. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Matta Vill. Matthías skoraði svo sjálfur undir lokin og urðu lokatölur 0-4.

Stjarnan og FH sigla lygnan sjó um miðja Pepsi Max-deild þegar tvær umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner