Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef við getum byggt ofan á þetta þá getum við gert skemmtilega hluti á tímabilinu"
Alfons er ánægður með byrjunina á tímabilinu í Hollandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted hefur verið í nokkuð stóru hlutverki í upphafi tímabilsins með liði sínu Twente í Hollandi.

Alfons gekk í raðir félagsins um síðustu áramót, kom á frjalsri sölu frá Bodö/Glimt, en þurfti að sætta sig við talsverða bekkjarsetu fyrst hálfa árið sitt þar sem hann var, og er ennþá, í samkeppni við Joshua Brenet sem er einn allra besti leikmaður liðsins.

Brenet hefur aðeins glímt við meiðsli en einnig verið að spila í vinstri bakverðinum og þá hefur Alfons verið hægra megin.

Sjá einnig:
Alfons um samkeppnina: Væri flott fyrir mig ef hann færi (14. júní)
Alfons: Var hrifinn af Twente áður en þeir höfðu áhuga á mér

Alfons ræddi stuttlega um byrjunina á tímabilinu hjá Twente í viðtali eftir sigurinn gegn Bosníu og Hersegóvínu á mánudagskvöld.

„Já, ég er ánægður. Við erum á fínum stað eins og staðan er núna, með þrjá sigra eftir þrjá leiki í deildinni. Við áttum erfiðan enda á Conference League þar sem við lendum í að fá rautt spjald (gegn Fenerbahce) sem gerði okkur erfitt fyrir."

„En eins og staðan er núna erum við á flottum stað, erum með ágætis hóp og ef við getum byggt ofan á þetta þá getum við gert skemmtilega hluti á þessu tímabili,"
sagði Alfons.

Twente er eitt af þremur liðum í Eredivisie sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Næsti leikur er gegn Ajax á sunnudaginn.
Alfons: Loksins dettur eitthvað með manni
Athugasemdir
banner