„Mér hefur liðið vel, er búinn að koma mér virkilega vel inn í hlutina, aðeins byrjaður að læra tungumálið og fótboltinn er aðeins öðruvísi en norski boltinn; aðeins opnari, sóknarsinnaðri og kærulausari og meira 'flair' inn á milli. Lífið utan vallar og inann vallar hefur verið virkilega gott, til þessa er ég sáttur með þá ákvörðun að fara til Twente," sagði landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted við Fótbolta.net í gær.
Hann gekk í raðir Twente frá Bodö/Glimt í lok síðasta árs og er því búinn að vera í hálft tímabil í Hollandi.
Hann gekk í raðir Twente frá Bodö/Glimt í lok síðasta árs og er því búinn að vera í hálft tímabil í Hollandi.
„Ég er aðeins byrjaður að læra og það fer allt fram á hollensku á æfingasvæðinu. Það er virkilega mikill kostur að geta skilið hvað þeir eru að segja og hvað þeir vilja fá fram án þess að þurfa alltaf að þýða það."
Alfons segir leikstíl Twente vera allt öðruvísi en það sem hann upplifði hjá Bodö/Glimt í Noregi.
„Bodö/Glimt var með virkilega sterkt kerfi, allir 'drillaðir' inn í sínar stöður og vissu hvað þeir vildu gera hverju sinni. Hjá Twente er meira einblínt á að leysa hlutina upp á eigin spýtur. Inn á milli máttu aðeins svindla ef þú sérð hagnað í því."
Twente endaði í 5. sæti deildarinnar og gekk vel gekk bestu liðum deildarinnar seinni hluta tímabilsins. Liðið gerði jafntefli og vann gegn Ajax, vann gegn AZ, gerði jafntefli gegn Feyenoord en tapaði gegn PSV.
Hvernig var leikurinn á móti meisturunum í Feyenoord? „Við mættum þeim á heimavelli, við erum tvö ólík lið heima og úti, á heimavelli eru fáir sem eru nálægt okkur í frammistöðu en á útivelli er það aðeins öðruvísi. Við stóðum virkilega vel í Feyenoord og hefðum getað tekið þá. Við endum á 1-1. Yfir tímabilið þá mætti Feyenoord í hvern einasta með yfirburði, stjórnuðu leikjum og Feyenoord er lið sem ég hugsa að fari mjög langt í Evrópu á næsta ári."
Varðandi ólíku liðin heima og úti. Er það út af stuðningnum eða ferðalaginu?
„Ég hugsa að þetta sé stuðningurinn. Við erum með 30-35 þúsund manns sem mæta á hvern einasta leik, standa í rauðu og syngja. Þeir gefa manni einhverja ákveðna orku og sjálfstraust sem er erfitt að endurskapa á útivelli ef þú ert ekki með þá með þér."
Alfons tók ákvörðun í fyrra um að tími væri kominn að fara frá Bodö/Glimt. Var erfitt að velja Twente eða kom það bara til hans?
„Ég var með einhverja kosti á borðinu, en frá því að við vorum að fara spila gegn PSV í Evrópudeildinni með Bodö/Glimt - við notuðum lek gegn Twente til að leikgreina - þá var ég nokkuð heillaður af þeim, í raun áður en ég vissi að þeir hefðu áhuga á mér. Tilfinningin var góð frá fyrstu mínútu," sagði Alfons.
Sjá einnig:
Alfons um samkeppnina: Væri flott fyrir mig ef hann færi
Alfons: Nú er undir mér komið að sýna að ég hafi skilið hann rétt
Athugasemdir