Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
   mið 13. september 2023 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga töpuðu dýrmætum stigum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga í Noregi gerðu 2-2 jafntefli við Lilleström í 20. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Íslenska landsliðskonan lék allan leikinn í vörninni hjá Vålerenga og nældi sér í gult spjald.

Liðið þurfti sigur til að komast aftur á toppinn en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli og er því í öðru sæti með 45 stig.

Rosenborg er á toppnum með 46 stig þegar sjö umferðir eru eftir af venjulegum hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner