Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 13. október 2019 14:46
Elvar Geir Magnússon
Tekið eftir frammistöðu Birkis í Derby
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason var valinn maður leiksins í 0-1 tapinu gegn Frakklandi í undankeppni EM.

Frammistaða Birkis hefur meðal annars vakið athygli á stuðningsmannasíðu Derby County en Birkir hefur verið orðaður við félagið.

Birkir staðfesti í liðinni viku að viðræður hafa átt sér stað við Derby en hann er án félags eins og frægt er.

„Birkir Bjarnason sýnir af hverju Derby ætti að semja við hann," segir á stuðningsmannasíðunni.

Þar er greint frá því að Fótbolti.net hafi valið Birki mann leiksins gegn Frökkum og að Derby þurfi að auka breidd sína á miðjunni og á köntunum.

Derby er í 13. sæti í Championship-deildinni þegar ellefu umferðum er lokið.

Sjá einnig:
Leið eins og Birkir væri að spila í NFL eða NBA
Athugasemdir
banner
banner