Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 13. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Belgarnir mættir til Íslands - „Hvernig hefurðu það, Ísland?"
Icelandair
Belgarnir við komuna til Íslands.
Belgarnir við komuna til Íslands.
Mynd: Belgía
Belgíska landsliðið er mætt til landsins fyrir leikinn gegn Íslendingum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli annað kvöld.

Twitter síða belgíska liðsins birti myndir af leikmönnum við komuna til Íslands í dag.

Við myndirnar stóð: Hvernig hefurðu það, Ísland?

Gummi Ben svaraði Belgunum og sagði: „Við höfum það fínt, en þið?"

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 en samkvæmt tilkynningu KSÍ stefnir allt í að hann fari fram þrátt fyrir að starfslið Íslands sé í sóttkví eftir smit hjá starfsmanni.



Athugasemdir
banner