Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. október 2021 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky: Brendan Rodgers númer eitt á lista Newcastle
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er efstur á lista nýrra eigenda Newcastle sem eru í stjóraleit. Það er Sky á Ítalíu sem greinir frá.

Steve Bruce er stjóri Newcastle en afar líklegt er að nýir eigendur munu láta hann fara við fyrsta tækifæri.

Það mun kosta Newcastle sextán milljónir evra til að losa Rodgers undan samningi hjá Leicester.

Fjárfestar frá Sádí-Arabíu festu kaup á Newcastle fyrir sex dögum síðan og eru eigendur félagsins ríkustu eigendur í bransanum.

Steven Gerrard, stjóri Rangers, hefur einnig verið orðaður við starfið en talið er að hann sé á lokatímabili sínu á Ibrox. Þá hefur verið talað um Frank Lampard og jafnvel Antonio Conte sem næsta stjóra Newcastle.

Newcastle tapaði gegn Wolves í síðasta leik sínum í deildinni og á leik gegn Tottenham á sunnudag. Liðið er með þrjú stig í næstneðsta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner