
Íslenska landsliðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli annað kvöld í 4. umferð Þjóðadeildarinnar.
Ísland mætti Wales á föstudaginn en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli eftir að Ísland lenti tveimur mörkum undir. Logi Tómasson kom inn á í hálfleik og bjargaði stigi fyrir íslendinga sem gerir leikinn við Tyrkland enn stærri.
Fyrri leikur Íslands og Tyrklands í riðlinum fór 3-1 fyrir Tyrklandi í Tyrklandi, leikurinn spilaðist alls ekki vel fyrir íslenska liðið.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður á blaðamannafundi í dag hvað mun breytast á frá fyrri leiknum í leiknum á morgun, hvað verður öðruvísi?
„Úrslitin munu breytast. Það verða ekki sömu úrslit á morgun.“
Ísland hefur ekki tapað í seinustu 7 heimaleikjum gegn Tyrklandi í öllum keppnum. Gefur það íslenska liðinu eitthvað sjálfstraust?
„Það er ómögulegt að skoða söguna fyrir hvern einasta leik sem maður spilar. Við vitum að Ísland er alltaf sterkt á heimavelli. Meira að segja gegn bestu liðunum er Ísland alltaf sterkt á heimavelli. Tyrkland er líklega besta liðið í riðlinum miðað við hvernig ég sé þetta núna. Við verðum að vinna þá til þess að komast í topp 3.“
Leikurinn við Tyrkland byrjar klukkan 18:45 annað kvöld en hægt er að kaupa sér miða á Tix.is.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |