Alejandro Garnacho var hetja Manchester United er liðið vann Fulham, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Garnacho, sem er 18 ára gamall, er fæddur á Spáni, en spilar fyrir Argentínu.
Móðir leikmannsins er argentínskt og valdi hann því að spila fyrir þjóðina.
Hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum gegn Fulham og skoraði sigurmark þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma eftir gott spil með Christian Eriksen en markið má sjá hér fyrir neðan.
Þetta var annað mark hans á leiktíðinni en á dögunum skoraði hann í Evrópudeildinni með liðinu.
Sjáðu markið hjá Garnacho hér
Athugasemdir