Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mið 13. nóvember 2024 09:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep vill fá tvo Hollendinga og Liverpool vill fá tvo Svía
Powerade
Sepp van den Berg var keyptur til Brentford frá Liverpool í sumar.
Sepp van den Berg var keyptur til Brentford frá Liverpool í sumar.
Mynd: EPA
Hugo Larsson er spennandi miðjumaður.
Hugo Larsson er spennandi miðjumaður.
Mynd: EPA
Grealish orðaður við Tottenham.
Grealish orðaður við Tottenham.
Mynd: EPA
Manchester City skoðar varnartvíeyki, Jonathan David er með launakröfur og Joshua Zirkzee gæti farið til Juventus. Þetta og meira er í slúðurpakkanum sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.



Pep Guardiola, stjóri Man City, er að skoða möguleikann á að fá tvo hollenska varnarmenn. Jeremie Frimpong (23) vængbakvörður Leverkusen og Sepp van den Berg (22) varnarmaður Brentford eru orðaðir við City. (Football Transfers)

Tottenham hefur áhuga á því að fá Jack Grealish (29) vængmann City og enska landsliðsins. (Football Insider)

Umboðsmaður Jonathan David (24) hefur látið áhugasöm félög vita að leikmaðurinn vilji fá 5 milljónir punda í árslaun fyrir að koma á frjálsri sölu frá Lille næsta sumar. Juventus, Inter Milan, Liverpool og Manchester United eru sögð áhugasöm. (Tuttosport)

Juventus vill fá Joshua Zirkzee (23) á láni frá Man Utd í janúar. (Tuttosport)

Arsenal og Liverpool eru á meðal stórra evrópska félaga sem hafa áhuga á Hugo Larsson (20) miðjumanni Frankfurt. (Teamtalk)

Chelsea, Newcasle og Crystal Palace horfa til Tomas Araujo (22) sem er miðvörður hjá Benfica. (O Jogo)

Man Utd hefur skoðað hvort eigi að virkja endurkaupsréttinn á bakverðinum Alvaro Frernandez Carreras (21) sem félagið seldi til Benfica. (Marca)

Christopher Nkunku (26) hefði áhuga á því að fara á Old Trafford ef þar er betra tækifæri til að spila fleiri mínútur. (Football Insider)

Liverpool er hrifið af Daniel Svensson (22) vinstri bakverði Nordsjælland. Man Utd og Arsenal hafa einnig áhuga. (Teamtalk)

Barcelona hefur eyrnamerkt Samu Omorodion (20) framherja Porto sem hugsanlega kost til að fylla í skarð Robert Lewandowsi (36). (El Nacional)

Real Madrid er með Aymeric Laporte (30) og Pedro Porro (25) á sínum radar. (Relevo)

Vincenzo Montella, fyrrum framherji Roma, er líklegastur til að taka við Roma en hann þarf þá að losa sig undan samningi sínum hjá tyrkneska sambandinu. (Gazzettan)

Bayern Munchen útilokar að selja Leroy Sane (28) í janúar. Hann verður samningslaus næsta sumar. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner