Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 19:03
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Einkunnir Íslands - Svo miklu betri
Albert Guðmundsson var maður leiksins.
Albert Guðmundsson var maður leiksins.
Mynd: KSÍ
Íslenska liðið kláraði sitt á faglegan hátt og vann 2-0 sigur gegn Aserum í Bakú. Samtals 7-0 í leikjunum tveimur á móti Aserbaísjan og íslenska liðið sýndi að það er miklu miklu betra en andstæðingarnir.

Elías Rafn Ólafsson - 7,5
Var ekki í yfirvinnu í þessum leik en var alltaf tilbúinn að grípa inn þegar á þurfti að halda. Átti svo hörkuflotta markvörslu þegar heimamenn hefðu getað komið sér inn í þetta fyrir lokasprettinn.

Guðlaugur Victor Pálsson - 7
Öruggur og yfirvegaður í sínum aðgerðum í hægri bakverði.

Sverrir Ingi Ingason - 8
Hreint lak og fyrsta landsliðsmark í níu ár. Það er ekki hægt að kvarta yfir vinnudegi Sverris í Bakú.

Daníel Leó Grétarsson - 7
Það er kominn fínn stöðugleiki í varnarlínuna og það hjálpar. Hann og Sverrir vinna vel saman.

Mikael Egill Ellertsson - 7
Spyrnurnar hans voru ekki að virka í byrjun leiksins en hann vann sig mjög vel inn í þetta. Illviðráðanlegur þegar hann kemst á sprettinn.

Ísak Bergmann Jóhannesson - 8
Flottur á miðsvæðinu, sannur liðsmaður og fær stóran plús fyrir stoðsendinguna á Albert.

Hákon Arnar Haraldsson - 7,5
Algjör mótor og var um allan völl.

Jóhann Berg Guðmundsson - 8,5
Kom óvænt beint inn í byrjunarliðið og átti frábæra sendingu á kollinn á Sverri Inga sem skoraði. Stoðsending í 100. landsleiknum gegn Aserbaísjan, alveg eins og í fyrsta landsleiknum!

Kristian Hlynsson - 6,5
Lék aðeins sinn annan byrjunarliðsleik fyrir Ísland. Hefur mikla hæfileika og tengir vel saman við samherja sína þó hann hafi ekki verið mest áberandi leimmaður vallarins.

Albert Guðmundsson - 8,5 - Maður leiksins
Ótrúlega skemmtilegur fótboltamaður og með óútreiknanleika sem gerir andstæðingunum svo erfitt fyrir. Braut ísinn í leiknum og átti bara fantafínan leik.

Andri Lucas Guðjohnsen - 6,5
Komst furðulega lítið í boltann í fyrri hálfleik miðað við yfirburði íslenska liðsins. Það þarf þó alltaf að hafa mikið fyrir honum og vinnuframlag til fyrirmyndar.

Inn af bekknum:
Daníel Tristan Guðjohnsen
Brynjólfur Willumsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner