banner
   fös 13. desember 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hver verður í markinu hjá Newcastle?
Pope er tæpur.
Pope er tæpur.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Nick Pope væri að glíma við hnémeiðsli og færi til sérfræðings vegna meiðslanna í dag.

Það er því óvíst hvort að Pope verði klár í slaginn þegar Leicester kemur í heimsókn á St. James' Park á morgun.

Newcastle er með nokkra kosti til að koma inn fyrir Pope. Félagið fékk Odysseas Vlachodimos frá Nottingham Forest í sumar og þá eru þeir Martin Dubravka og John Ruddy einnig hjá félaginu. Fimmti kosturinn er svo Mark Gillespie.

Vlachodimos hefur fjórum sinnum verið í hóp á tímabilinu og spilað hálfan leik, Dubravka hefur þrettán sinnum verið í hópnum og spilað hálfan leik og þá hefur Ruddy fimm sinnum verið í hóp en ekki komið við sögu.

Dubravka var á bekknum í síðasta deildarleik og því verður að teljast líklegast að hann komi inn í markið ef Pope getur ekki spilað.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner