Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 13. desember 2024 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martin: Man Utd fær ekki vinstri fótinn hans fyrir 21 milljón punda
Mynd: Getty Images
Tyler Dibling hefur verið einn ljósustu punktunum hjá Southampton á tímabili til þessa og er orðaður við Manchester United og Aston Villa ásamt því að vera á blaði hjá félögum í Þýskalandi og á Ítalíu.

Verðmiðinn er sagður vera 21 milljón punda en Russell Martin, stjóri Southampton, segir að verðmiðinn sé talsvert hærri. Stjórinn hló að þessari upphæð.

„Mér var sagt frá einhverjum orðrómi um Manchester United, ein sagan var af tilboði upp á 21 milljón punda."

„Ég er ekki viss um að þú fári vinstri fótinn hans fyrir það,"
sagði Martin á fréttamannafundi í aðdraganda leiksins gegn Tottenham um helgina. Dibling er örvfættur, svo það sé tekið fram.

Stjórinn viðurkennir að það gangi ekki vel að framlengja saminginn við leikmanninn en núgildandi samningur gildir til sumarsins 2027. „Við höfum boðið honum samning, mjög góðan samning fyrir leikmann á hans aldri. Á þessari stundu, þá held ég að umboðsmaðurinn hans sé ekki sammála."

„Ég held að Tyler vilji framlengja, held að foreldrar hans vilji það, svo við sjáum hversu langan tíma þetta tekur. Það er tækifæri fyrir okkur að framlengja sjálfkrafa, en ég held að við viljum ekki gera það. Við viljum verðlauna Tyler fyrir hans frammistöðu,"
sagði Martin.

Dibling er 18 ára Englendingur sem getur bæði spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður eða á hægri kantinum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner