Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. febrúar 2021 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismót kvenna: Völsungur með endurkomusigur
Völsungur lagði Fjarðab/Hött/Leikni að velli.
Völsungur lagði Fjarðab/Hött/Leikni að velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðab/Höttur/Leiknir 1 - 2 Völsungur
1-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('39)
1-1 Krista Eik Harðardóttir ('78)
1-2 Amalía Árnadóttir ('90)
Rautt spjald: Sara Líf Magnúsdóttir, Fjarðab/Höttur/Leiknir ('47)

Völsungur kom til baka gegn sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis í Kjarnafæðismóti kvenna í dag.

Freyja Karín Þorvarðardóttir kom Fjarðab/Hetti/Leikni yfir og var staðan 1-0 í hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleiks dró til tíðinda þegar Sara Líf Magnúsdóttir fékk að líta rauða spjaldið og Fjarðab/Höttur/Leiknir einum færri. Einum fleiri tókst Völsungi að snúa leiknum við. Krista Eik Harðardóttir jafnaði metin á 78. mínútu og í uppbótartíma skoraði Amalía Árnadóttir, stelpa fædd 2006, sigurmarkið.

Bæði lið tefldu fram mjög ungum lið í dag. Bæði byrjunarlið voru með meðalaldur upp á rúmlega 19 ár.

Völsungur er á toppnum í Kjarnafæðismóti kvenna með sjö stig eftir fimm leiki. Þór/KA og Tindastóll eiga bæði eftir að spila þrjá leiki og eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Fjarðab/Höttur/Leiknir er búið að spila þrjá leiki og er með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner