Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 14. mars 2023 22:42
Brynjar Ingi Erluson
„Margt sem við þurfum að vinna í"
Patrik Johannesen
Patrik Johannesen
Mynd: blikar.is
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Færeyski framherjinn Patrik Johannesen skoraði tvö fyrir Breiðablik í 3-2 tapinu gegn ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld en það skiptir hann engu máli ef að liðið vinnur ekki leikinn. Blikar fara ekki í undanúrslit og hafa verið afar ósannfærandi á undirbúningstímabilinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Patrik gekk í raðir Blika frá Keflavík eftir síðasta tímabil en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í Lengjubikarnum.

Hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en er nú klár í slaginn. Patrik skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum þetta árið en segir þó að liðið þurfi að laga margt áður en Besta deildin fer af stað.

„Við spiluðum vel með boltann en gerðum of mörg mistök þegar við vorum að byggja upp sóknir. Þeir refsuðu okkur fyrir það en við þurfum að laga margt á næstu vikum og það verður gaman að byrja tímabilið.“

„Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Þetta var bara venjulegur leikur fyrir okkur en aðalmálið var að spila vel og leggja okkur fram.“

„Ég vil alltaf vinna og fyrir mér snýst þetta um það. Það skiptir engu máli hver skorar mörkin,“
sagði Patrik við Fótbolta.net.

Patrik er ánægður með dvölina til þessa en var að glíma við meiðsli í byrjun ársins.

„Þeir hafa verið góðir. Ég hef verið í smá basli með meiðsli en ég er að verða 100 prósent. Ég fékk frí í desember og byrjaði í janúar þannig það var gott.“

Stefnan er að verja titilinn í haust.

„Við reynum alltaf að taka titilinn og ekkert annað skiptir máli þar.“

Patrik verður í færeyska landsliðshópnum sem spilar við Moldóvu og Makedóníu síðar í þessum mánuði en hann telur liðið eiga góða möguleika þar.

„Við höfum spilað áður á móti Moldóvu og gerðum 1-1 jafntefli árið 2021. Ég held að við getum unnið þá og svo er vináttuleikur gegn Makedóníu og vonandi getum við spilað tvo góða leiki,“ sagði Patrik í lokin.
Athugasemdir