lau 14. maí 2022 09:00
Victor Pálsson
Nefnir Bissouma sem einn af fimm bestu miðjumönnunum
Mynd: EPA

Yves Bissouma er einn af fimm bestu miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar að sögn Declan Rice, leikmanns West Ham.


Bissouma spilar með öflugu liði Brighton og hefur reynst gríðarlega öflugur síðan hann kom frá Lyon fyrir fjórum árum síðan.

Stórlið eru talin vera að horfa til Bissouma sem er 25 ára gamall og er Liverpool á meðal þeirra sem hafa verið orðuð við hann.

Rice er sjálfur talinn einn besti miðjumaður deildarinnar en hann sparaði ekki stóru orðin þegar kom að kollega sínunm.

„Bissouma, það er augljóslega mikið talað um hann líka en hann er stórkostlegur leikmaður. Þegar þú spilar gegn honum þá sérðu hvernig hann er," sagði Rice.

„Hann er djúpur miðjumaður en hann vinnur mikið af boltum og er með góðar tæklingar. Hann getur komið boltanum fram og finnur þessar sendingar."

„Augljóslega þá átti hann mjög gott tímabil á þessu ári og líka á því síðasta, hann er með stöðugleika. Ég þarf því að nefna hann."


Athugasemdir
banner
banner