Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   þri 14. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Jesse Marsch tekur við kanadíska landsliðinu (Staðfest)
Jesse Marsch, fyrrum stjóri Leeds United, hefur verið ráðinn nýr þjálfari kanadíska karlalandsliðsins, en þetta kom fram í tilkynningu frá kanadíska sambandinu í gær.

Marsch hafði verið án starfs síðasta árið eftir að hann var rekinn frá Leeds.

Áður starfaði hann hjá Red Bull keðjunni, en þar stýrði hann Leipzig, New York og Salzburg.

Hann hefur nú tekið við landsliðsþjálfarastöðu Kanada og mun byrja á því að stýra liðinu á Copa America í sumar en Kanada er ein af gestaþjóðum mótsins í ár.

Marsch er þá ætlað að stýra liðinu á HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.


Athugasemdir
banner