Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 14. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Nani riftir í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Portúgalski vængmaðurinn Nani hefur rift samningi sínum við tyrkneska félagið Adana Demirspor og er því laus allra mála.

Þessi 37 ára gamli leikmaður spilaði í átta ár með Manchester United á Englandi.

Þar vann hann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn tvisvar og Meistaradeild Evrópu.

Eftir dvöl hans hjá United varð Nani að einhvers konar ævintýramanni, en hann hefur spilað á Ítalíu, Portúgal, Spáni, Tyrklandi ásamt því að hafa leikið í Ástralíu og Bandaríkjunum.

Nani samdi við tyrkneska félagið Adana Demirspor fyrir þessa leiktíð þar sem hann lék alls 34 leiki og kom að sjö mörkum.

Samningur hans var til eins árs en hann ákvað að rifta við félagið tveimur mánuðum áður en hann átti að renna sitt skeið.

Ekki liggur fyrir hvort Nani ætli sér að leggja skóna á hilluna eða demba sér í annað ævintýri
Athugasemdir
banner
banner