Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 14. júní 2024 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar umgjörðinni hjá Val - „Eitthvað sem okkur Víkinga dreymir um að gera"
Arnar Gunnlaugsson og Gunnar Vatnhamar.
Arnar Gunnlaugsson og Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var haldinn fréttamannafundur á Hlíðarenda í dag fyrir leik Vals og Víkings sem fram fer á þriðjudaginn. Um er að ræða líklega stærsta leik sumarsins til þessa í Bestu deildinni.

Þjálfararnir og nafnarnir, Arnar Grétarsson og Arnar Gunnlaugsson, hrósuðu liðum hvors annars í hástert á fundinum. Arnar Gunnlaugs talaði um að það væri mjög vel gert hjá kollega sínum að hafa komist í gegnum öldudal í byrjun tímabilsins og þeir hefðu spilað frábærlega að undanförnu.

Hann talaði svo jafnframt um að það væri draumurinn hjá Víkingum að feta í fótspor Vals í framhaldinu með því að hafa morgunæfingar, og auka þannig umgjörðina í kringum lið sitt.

„Síðan ég kom að þessu þjálfarahlutverki hjá Víkingi árið 2019 þá hefur deildin breyst mikið. Það eru miklu meira 'professional'. Ég sá nokkra leikmenn Vals ganga hér um og þeir hafa þá væntanlega verið að æfa í morgun. Það er eitthvað sem okkur Víkinga dreymir um að gera, að æfa á morgnana og eiga frí á daginn," sagði Arnar.

Þegar hann var svo spurður að því hvað Víkingar þyrftu að gera til að byrja með morgunæfingar, þá sagði hann:

„Á hverju ári þurfum við að ná meiri og meiri árangri. Núna er markmiðið að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu. Og þá meina ég að komast í riðlakeppni. Við það koma peningar inn í félagið. Þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í, eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er sorglegt en satt að peningar ráða aðeins för hvað framhaldið verður hjá okkur. Það er undir okkur komið að standa okkur á vellinum svo peningurinn komi inn í félagið til að taka næsta skref. Og það er þessi leið, að geta æft á morgnana. Það er til fyrirmyndar hvað Valur hefur gert í umgjörð hjá sínu félagi."


Athugasemdir
banner
banner
banner