Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fim 14. júlí 2016 15:42
Magnús Már Einarsson
Breiðablik fær landsliðskonu frá Nýja-Sjálandi (Staðfest)
Olivia Chance í leik með U20 ára liði Nýja-Sjálands.
Olivia Chance í leik með U20 ára liði Nýja-Sjálands.
Mynd: Getty Images
Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabils í Pepsi-deild kvenna en Olivia Chance er komin til félagsins.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Olivia getur spilað á kantinum eða framarlega á miðjunni en hún hefur undanfarin ár spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Olivia á marga landsleiki að baki með yngri landsleikjum Nýja-Sjálands sem og nokkra A-landsleiki.

Breiðablik er á toppnum í Pepsi-deild kvenna, stigi á undan Stjörnunni eftir átta umferðir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner