Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 14. ágúst 2020 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Topplið Hauka fengu suðurnesjamennina frá Njarðvík í heimsókn í kvöld þegar Íslandsmótið fékk grænt ljós á að byrja aftur. Báðum þessum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar og baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári og því mátti búast við hörku leik þegar þau mættust í kvöld. Haukar voru fyrir umferðina í toppsæti deildarinnar á meðan Njarðvíkingar sátu í því fjórða.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Haukar urðu að lúta í lægra hald fyrir gestunum úr Njarðvík en Igor Bjarni Kostic þjálfari Hauka var ekki sáttur með lokamínúturnar frá sínum mönnum.
„ Ógeðslega svekktur, enn og aftur finnst mér við skjóta okkur í fótinn með hvernig við hegðum okkur síðustu 15-20 mínúturnar og hversu passívir við erum og hversu mikið við hleypum Njarðvík inn í leikinn og nálægt markinu okkar og fúlt að tapa þessu og mér fannst við alveg eiga stigið skilið." Sagði Igor Bjarni Kostic eftir leik.

Eftir frekar jafnan leik framan af þá voru lokamínúturnar í leiknum vægast sagt umdeildar en Haukar misstu 2 menn af velli og fengu dæmt á sig víti sem Njarðvíkingar enduðu á að sigra leikinn úr.
„Ég sá ekki hendina sem hann dæmdi á í vítaspyrnunni en Þórður segir þó að hann hafi fengið hann í hendina en þá er það er alveg ótrúlega merkileg ákvörðun hjá honum að hafa ekki flautað á það þegar varnarmaðurinn blokkar skot inni í teig hjá Njarðvík og fær hann í hendina og hann var eini maðurinn þarna í kringum boltann og augljóst að hann hafi farið í hendina á honum þannig að dómarinn á alveg sinn skerf í þessu og hann verður að taka það á sig, því miður." 

„Fengum 2 rauð spjöld sem er mjög svekkjandi vegna þess að þar fór aginn út um gluggan og það eru tveir leikmenn sem byrjuðu leikinn í dag sem geta ekki spilað í næsta leik. Þórður fær rautt spjald þar sem hann fær hann þarna í hendina en hvað Sigurjón gerir er frekar óásættanlegt." 


Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner