Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fyrsta snerting Alaba reyndist sigurmark úr aukaspyrnu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Real Madrid hóf titilvörnina á útivelli gegn nýliðum Almeria sem unnu spænsku B-deildina á síðustu leiktíð.


Heimamenn í Almeria skoruðu snemma leiks og hreint út sagt með ólíkindum að Real hafi ekki tekist að jafna fyrir leikhlé. Lærisveinar Carlo Ancelotti sóttu án afláts og fengu mikið af góðum færum en inn vildi boltinn ekki.

Það var ekki fyrr en á 61. mínútu sem jöfnunarmarkið leit dagsins ljós. Karim Benzema gaf þá óvart stoðsendingu á Lucas Vazquez sem skoraði af stuttu færi.

Korteri síðar fékk Real aukaspyrnu á hættulegum stað og þá var komið að David Alaba að skokka inn á völlinn eftir að hafa setið á bekknum í meira en klukkustund. Hann tók aukaspyrnuna og skoraði beint úr henni með glæsilegu skoti, mögnuð innkoma hjá þessum ótrúlega fjölhæfa varnarmanni.

Heimamenn í Almeria blésu til sóknar í kjölfarið og komust nálægt því að jafna leikinn á ný en það hafðist ekki. Lokatölur 1-2 fyrir Real sem byrjar titilvörnina á sigri. 

Sjáðu aukaspyrnumark Alaba

Almeria 1 - 2 Real Madrid
1-0 Largie Ramazani ('6)
1-1 Lucas Vazquez ('61)
1-2 David Alaba ('75)

Það fóru tveir aðrir leikir fram í spænska boltanum í dag þar sem Takefusa Kubo gerði eina mark leiksins í 0-1 sigri Real Sociedad gegn Cadiz. 

Mikel Merino, fyrrum leikmaður Newcastle, lagði markið upp fyrir Kubo sem var samningsbundinn Real Madrid í þrjú ár án þess að spila leik fyrir félagið.

Að lokum hafði Valencia betur gegn nýliðum Girona þrátt fyrir að spila seinni hálfleikinn manni færri. Carlos Soler gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Bæði Valencia og Sociedad sýndu yfirburði í sínum leikjum og verðskulduðu sigrana.

Cadiz 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Takefusa Kubo ('24)

Valencia 1 - 0 Girona 
1-0 Carlos Soler ('45, víti)
Rautt spjald: Eray Comert, Valencia ('52)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner