Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 14. ágúst 2024 20:35
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Einar: Þurfum að díla við þetta eins og menn
Lengjudeildin
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta eru vonbrigði. Skortaflan sýnir rétta mynd af þessum leik," segir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Þórs, eftir 3-0 tap gegn Grindavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Mér fannst þeir fá hættulegri færi í þessum leik þó við höfum skapað nokkur færi og átt nokkra góða spilkafla. Þeir voru einhvernvveginn alltaf með svar við því sem við vorum að gera. Það vantaði herslumuninn og heppni. Hlutirnir eru ekki að detta með okkur eins og staðan er í dag og við þurfum bara að díla við það. Það þýðir ekkert að hengja haus of lengi."

Staðan hjá Þór er þannig að liðið er einfaldlega í fallbaráttu. "Við þurfum bara að díla við það eins og menn og standa saman. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn Fjölni heima og það er mikilvægur leikur. Við verðum að gjöra svo vel að vinna þann leik."

Aron spilaði 15-20 mínútur í leiknum í dag. Hvenær verður hann orðinn 90 mínútna maður? "Vonandi sem fyrst. Þetta gervigras er ekki hannað fyrir hásinarnar á mér og við þurftum að passa okkur í dag en leikformið er hægt og rólega að koma til baka. Ég er ennþá svolítið þungur en ég finn að þetta er hægt og rólega að koma." 

Þegar hann samdi við Þór var rætt um að hann gæti mögulega farið á lán erlendis áður en gluggarnir loka í Evrópu. Aron segir ekkert að frétta í þeim efnum. "Nei ekkert eins og er. Það er full einbeiting á þetta verkefni. Við erum komnir í þennan fallpakka og ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp úr því "


Athugasemdir
banner
banner