Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 14. ágúst 2024 20:35
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Einar: Þurfum að díla við þetta eins og menn
Lengjudeildin
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta eru vonbrigði. Skortaflan sýnir rétta mynd af þessum leik," segir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Þórs, eftir 3-0 tap gegn Grindavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Mér fannst þeir fá hættulegri færi í þessum leik þó við höfum skapað nokkur færi og átt nokkra góða spilkafla. Þeir voru einhvernvveginn alltaf með svar við því sem við vorum að gera. Það vantaði herslumuninn og heppni. Hlutirnir eru ekki að detta með okkur eins og staðan er í dag og við þurfum bara að díla við það. Það þýðir ekkert að hengja haus of lengi."

Staðan hjá Þór er þannig að liðið er einfaldlega í fallbaráttu. "Við þurfum bara að díla við það eins og menn og standa saman. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn Fjölni heima og það er mikilvægur leikur. Við verðum að gjöra svo vel að vinna þann leik."

Aron spilaði 15-20 mínútur í leiknum í dag. Hvenær verður hann orðinn 90 mínútna maður? "Vonandi sem fyrst. Þetta gervigras er ekki hannað fyrir hásinarnar á mér og við þurftum að passa okkur í dag en leikformið er hægt og rólega að koma til baka. Ég er ennþá svolítið þungur en ég finn að þetta er hægt og rólega að koma." 

Þegar hann samdi við Þór var rætt um að hann gæti mögulega farið á lán erlendis áður en gluggarnir loka í Evrópu. Aron segir ekkert að frétta í þeim efnum. "Nei ekkert eins og er. Það er full einbeiting á þetta verkefni. Við erum komnir í þennan fallpakka og ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp úr því "


Athugasemdir
banner