Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 14. ágúst 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Breki kominn aftur upp á Skaga (Staðfest) - Gæti náð lokasprettinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur kallað til baka Breka Þór Hermannsson úr láni frá Njarðvík.

Breki, sem er fæddur 2003, kom til Njarðvíkur á láni í apríl en spilaði aðeins einn leik.

Hann kom inn af bekknum síðustu tíu mínúturnar í 1-0 tapi gegn Grindavík.

Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er nú mættur aftur til ÍA, en það eru gerðar vonir um að hann nái lokasprettinum með Skagamönnum.

Breki spilaði sextán leiki með ÍA í Lengjudeildinni á síðasta ári en alls hefur hann spilað 24 leiki og skorað 2 mörk í deild- og bikar með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner