Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mið 14. ágúst 2024 14:02
Elvar Geir Magnússon
KA sagt hafa borgað fimm milljónir fyrir Dag Inga
Dagur Ingi Valsson.
Dagur Ingi Valsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við gluggalok í gær var tilkynnt að KA hefði keypt Dag Inga Valsson frá Keflavík. Hann skrifaði undir samning sem gildir út næstu leiktíð.

Samningur þessa 24 ára leikmanns við Keflavík átti að renna út eftir þessa leiktíð.

Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi á Stöð 2 Sport og fyrrum leikmaður Keflavíkur, segir að KA hafi borgað fimm milljónir króna fyrir Dag.

„Rennur út á samning eftir sex vikur og enginn áhugi á að framlengja. Er þetta tilboð of gott til að geta hafnað því? Já. Kaupa leikmann á gluggadegi á 5 mkr og semja til 1,5 árs finnst mér örvæntingarfullt," skrifaði Magnús á X.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner